Taílenskir dansar í Ráðhúsinu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Taílenskir dansar í Ráðhúsinu

Kaupa Í körfu

Taílendingasamfélagið á Íslandi fer ört vaxandi. Halla Gunnarsdóttir leit inn á námskeið þar sem íslenskir Taílendingar lærðu um eigin menningu en sex kennarar komu til Íslands til að sjá um kennsluna. ( Óvanaleg stemmning skapaðist í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær en þar var taílensk menningardagskrá. Þessar stúlkur sýndu taílenska dansa í tilheyrandi skrautklæðnaði. Stúlkurnar eru flestar af taílensku bergi brotnar. Þær hafa notið leiðsagnar Rawadee Ungpo sem kom til landsins gagngert til að kenna íslenskum Taílendingum undirstöðuatriðin í taílenskum dönsum. Í dansinum hefur hver hreyfing ákveðna merkingu og þau sem eru vel kunnug geta skilið um hvað er dansað. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar