Gummi í Götusmiðjunni

©Sverrir Vilhelmsson

Gummi í Götusmiðjunni

Kaupa Í körfu

Götusmiðjan hefur undanfarin ár starfað ötullega með ungu fólki sem af einhverjum ástæðum hefur leiðst út af beinu brautinni. Starfsemin er nú nýflutt í húsnæði í Rangárvallasýslu enda hafa umsvif smiðjunnar aukist í áranna rás. Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi, er forstöðumaður Götusmiðjunnar. Hann hefur nú, með aðstoð góðra vina, ráðist í útgáfu geisladisks sem inniheldur gamlar íslenskar perlur í rokkuðum búningi. MYNDATEXTI: Mummi mundar diskinn góða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar