Ráðherrasprenging í Almannaskarði

Sigurður Mar Halldórsson

Ráðherrasprenging í Almannaskarði

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir við jarðgöng undir Almannaskarð hafnar STURLA Böðvarsson samgönguráðherra setti af stað fyrstu sprenginguna í Almannaskarðsgöngum kl. 14 í gær að viðstöddu fjölmenni. Eftir að rykið eftir sprenginguna hafði sest gengu viðstaddir að gangamunnanum, þar sem skálað var í koníaki fyrir framkvæmdinni. Á eftir var boðið til snittuveislu í vinnubúðunum undir Almannaskarði. MYNDATEXTI: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra styður á hnappinn hjá Guðjóni Sverrissyni, sprengisérfræðingi hjá Héraðsverki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar