Fantasy Island

Steinunn Ásmundsdóttir

Fantasy Island

Kaupa Í körfu

Átta listamenn á sýningunni Fantasy Island sem opnuð verður á Eiðum og Hallormsstað um helgina FANTASY Island, sýning átta innlendra og erlendra listamanna, verður opnuð í Hallormsstaðarskógi og á Eiðum í dag. Hannes Lárusson sýningarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að upphaflega markmiðið með sýningunni hafi verið að fá fólk til að vinna frumleg og ný verk út frá aðstæðum á sýningarstað. "Það hefur tekist og allir eru með ný verk," sagði Hannes, þar sem hann var staddur á Eiðum að fylgjast með lokafrágangi verks þeirra Paul McCarthys og Jason Rhoades, Macy's, sem er endurgerð verslunarmiðstöðvar í Los Angeles. Aðrir sýnendur eru Björn Roth, Elin Wikström, Atelier von Lieshout, Katrín Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Hannes. MYNDATEXTI: Lokið við Macy's á Eiðum: Lokahönd lögð á endurgerð hluta verslunarmiðstöðvar í Los Angeles. Macy's eftir Paul McCarthy og Jason Rhoades er eitt verkanna á Fantasy Island

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar