Gunnar Sigurjónsson, prestur, setur heimsmet

Árni Torfason

Gunnar Sigurjónsson, prestur, setur heimsmet

Kaupa Í körfu

SÉRA Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, gerði sér lítið fyrir í gær og lyfti samanlagt 510 kílóum og varð þar með sterkasti prestur í heimi. Metið átti bosnískur prestur, Ante Ledic, en hann lyfti 127 kílóum og er því óhætt að fullyrða að séra Gunnar hafi "jarðað það met", eins og hann orðaði það sjálfur. Ætlunin er að fá metið skráð í heimsmetabók Guinness. Gunnar tók hraustlega á í bekkpressu, hnébeygju og réttstöðu í íþróttahúsi Digraness. Voru dómarar viðstaddir, þar af einn alþjóðlegur, og sáu til þess að allt væri löglegt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar