Silje Beite-Löken (Løken)

Jón Svavarsson

Silje Beite-Löken (Løken)

Kaupa Í körfu

Hér þorir fólk að tala um bókmenntir Ungir rithöfundar á Íslandi og í Noregi eru einir í heiminum og ljóðskáldin drottna yfir smáatriðum. Silje Beite-Løken ber saman bókmenntalíf í löndunum tveimur og greinir Sigurbjörgu Þrastardóttur hér frá framvindu verksins. BÓKMENNTIR eru almenningseign á Íslandi og fólk tekur virkan þátt í umræðu um bækur. Í Noregi ber almenningur hins vegar næstum óttablandna virðingu fyrir þessari listgrein og þorir ekki að segja álit sitt nema vera helst með MA-gráðu í fræðunum." Þannig mælist ungri stúlku frá Ósló, Silje Beite-Løken, sem stödd var hér á landi fyrir skömmu til þess að kynna sér íslenskar samtímabókmenntir. Hún vinnur að grein fyrir Bergens Tidende þar sem hún hyggst bera saman landslagið í íslenskum og norskum bókmenntaheimi, auk þess sem hún mun þýða þrjár ritgerðir íslenskra höfunda fyrir tímaritið Vinduet sem í apríl mun gefa út sérrit um íslenskar bókmenntir. MYNDATEXTI: Silje Beite-Løken

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar