Sigur Rós

Jón Svavarsson

Sigur Rós

Kaupa Í körfu

HLJÓMSVEITINA Sigur Rós hefur mjög borið á góma í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Hljómsveitin sendi frá sér sína þriðju breiðskífu snemma á árinu og hefur selst vel það sem af er ári. Platan hefur einnig vakið athygli langt utan landsteinanna, því breskir fjölmiðlamenn hafa verið iðnir við að mæra hljómsveitina og því er gjarnan spáð í miðlum þar í landi að Sigur Rós eigi eftir að slá rækilega í gegn þar í landi og reyndar um heim allan. Þeir félagar Jón Þór Birgisson og Ágúst Ævar Gunnarsson stofnuðu saman hljómsveitina Victory Rose fyrir fimm árum en fljótlega slóst Georg Hólm í hópinn. Sú hljómsveit var ekki mjög gefin fyrir að spila opinberlega, en lét sig þó hafa það að leika á Vorhátíð Reykjavíkurlistans í maí 1994 og sendi frá sér sitt fyrsta lag, Fljúgðu, það sumar á safnplötunni Smekkleysi í hálfa öld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar