Eva Dögg í Brydebúð

Jónas Erlendsson

Eva Dögg í Brydebúð

Kaupa Í körfu

EVA Dögg Þorsteinsdóttir sem er fædd og uppalin á Vatnsgarðshólum í Mýrdal opnar sína fyrstu málverkasýningu í Halldórskaffi í Brydebúð í Vík í Mýrdal laugardaginn 15. júlí. Eva hefur frá barnæsku haft gaman að teikna og mála, hún fór fljótt að mála á rekaviðardrumba sem hún tíndi niðri í fjöru. Að loknu menntaskólanámi nam hún einn vetur í fornámsdeild í Myndlista- og handíðaskóla Íslands en síðastliðinn vetur sótti Eva einkatíma hjá Bjarna Jónssyni listmálara, sem hefur hjálpað henni að ná góðum árangri í myndlistinni. MYNDATEXTI: Eva Dögg Þorsteinsdóttir við trönurnar í vinnustofu sinni í Vík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar