Brydebúð í Fagradal

Jónas í Fagradal

Brydebúð í Fagradal

Kaupa Í körfu

Sýning í Brydebúð Mýrdalur - Mannlíf og náttúra Fagridalur - Laugardaginn 15. júlí nk. kl. 14 verður opnuð sýning í vesturenda Brydebúðar sem ber yfirskriftina "Mýrdalur - Mannlíf og náttúra"//Brydebúð á sér merka sögu. Upphaflega var húsið sölubúð Godthaabs-verslunar, byggð í Vestmannaeyjum árið 1831 og er því næstelsta timburhús á Suðurlandi. Árið 1895 keypti J.P.T. Bryde kaupmaður gömlu sölubúð Godthaabs, lét taka hana niður og flytja efnið sjóleiðina til Víkur þar sem hann reisti fyrstu heilsársverslunina á Víkursandi. Í Brydebúð var verslunarstarfsemi til ársins 1980, þar af lengst á vegum Kaupfélags Skaftfellinga. MYNDATEXTI: Brydebúð er eitt af elstu húsum landsins, upphaflega byggt árið 1831.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar