Frumsýning / Frankie og Johnny

Jón Svavarsson

Frumsýning / Frankie og Johnny

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VAR margt um manninn í Iðnó á frumsýningu leikritsins Frankie og Johnny á föstudagskvöldið. Verkið, sem er eftir bandaríska leikritahöfundinn Terrence McNally, segir frá tveimur einmana sálum sem rekast saman í hafi stórborgarinnar og takast á um lífsviðhorf sín og tilfinningar. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, með hlutverk Frankie fer Halldóra Björnsdóttir en Kjartan Guðjónsson leikur Johnny. MYNDATEXTI: Þau Hildur Helga Sigurðardóttir, Unnur Jökulsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson nutu sýningarinnar og getur Árni verið stoltur af litla bróður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar