Nýsjálenskur rúningsmaður

Fréttaritari/Jónas Erlendsson/Fagradal

Nýsjálenskur rúningsmaður

Kaupa Í körfu

Nýsjálenskur rúningsmaður á Íslandi Nú er sá tími að bændur eru að taka ær sínar á hús og fara að gefa þeim. Margir bændur taka ærnar og rýja þær strax. Það þarf að gerast mjög fljótt eftir að ærnar eru teknar á hús því þær verða fljótlega skítugar. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins kom í Kerlingadal í Mýrdal var þó sú nýbreytni á að Karl Pálmason bóndi hafði fengið rúningsmann frá Nýja-Sjálandi, Darryl Kennan, en hann hefur rúið hér á landi síðastliðin tvö ár. Það hefur hann gert víða í Evrópu en þó aðallega á Ítalíu. Hann afkastar í kring um 200-300 ám á dag og er gríðarlega fljótur, þó telur hann að íslensku ærnar séu óvenju kröftugar og erfiðara að halda þeim en öðrum ám. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar