Haförn

Haförn

Kaupa Í körfu

HAFÖRN hefur verið í Mýrdalnum í tvo mánuði í vetur en örn hafði þá ekki sést í áratugi á þessum slóðum. Þetta er ungur fugl og hafa tveir hrafnar oft sést í slagtogi við hann. Vekja fuglarnir mikla athygli ferðafólks sem leggur leið sína í Mýrdalinn. Örninn hefur mest verið í Kerlingadal, Fagradal og Höfðabrekku og þar um kring og veitt fugl og fisk til matar. Hefur sést til hans veiða fýl á flugi og bleikju úr lónum. Jónas Erlendsson fiskeldisbóndi hefur örninn einnig grunaðan um að stela bleikju úr eldiskerum í Fagradal, hefur séð særðan fisk en aldrei staðið örninn að verki. "Það er ekki nema von að hann sæki í Fagradalsbleikju, konungur fuglanna vill aðeins það besta," segir Jónas. Örninn situr gjarnan á Nípu við eldiskerin og á stærri myndinni sést hann hefja sig til flugs þaðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar