Hrútur

Jónas Erlendsson Fagradal

Hrútur

Kaupa Í körfu

BAUKUR nefnist sá myndarlegi hrútur sem hér sést á beit í urð við Fagradalshamra. Áin að baki honum heitir Kerlingardalsá, en austan þeirra má greina sandhrúgöld sem bera nafn sem mörgum kann að þykja lítt viðeigandi, þ.e. Höfðabrekkujökull. Svo heitir einnig skriðjökull einn er gengur suðaustur úr Mýrdalsjökli, en sandhrúgöldin munu hafa myndast er hann hljóp fram við Kötlugos. Fjærst má svo sjá Hjörleifshöfða rísa upp úr Mýrdalssandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar