Ásgeir Jakob Sandholt og Ásgeir Þór Sandholt

Ásgeir Jakob Sandholt og Ásgeir Þór Sandholt

Kaupa Í körfu

Kanntu brauð að baka? Já það kann ég, geta þeir svarað með sanni Sandholtsfeðgar hver fram af öðrum í 4 ættliði. Í Sandholtsbakaríi þar sem ættfaðirinn stofnaði brauðbúðina 1920 taka til hendi afinn Ásgeir Sandholt, Stefán sonur hans og núverandi framkvæmdastjóri og barnabörn hans, bakararnir Ásgeir Sandholt og dóttursonurinn Ásgeir Þór Tómasson. Þannig hefur það gengið eðlilega til í fyrirtækinu í fjóra ættliði og þrjá aldarfjórðunga og ekkert lát á. Elín Pálmadóttir sótti Ásgeir heim eftir að hafa frétt nýlega af honum í bakaríinu á 85. aldursári. MYNDATEXTI: Ásgeir Sandholt og sonarsonur hans og nafni, Ásgeir Sandholt, við gamla bakaraofninn frá 1939, sem enn dugir vel við baksturinn. (filma úr safni - birtist fyrst 19980524 Mannamyndir stafróf síað 2 - röð 2 )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar