MR - Fiðluball í Menntaskólanum í Reykjavík

Halldór Kolbeins

MR - Fiðluball í Menntaskólanum í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Fiðlur og fínasta fínt FIÐLUBALL er árlegur viðburður sjöttu bekkinga í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá stíga þau áratugi aftur í tímann; dömurnar klæðast sínu fínasta fína, jafnvel af ömmu sinni, og herramennirnir fara í kjól og hvítt eða smóking, og saman taka þau sporið við undirleik fiðlukvartetts í því virðulega húsi Iðnó við Tjörnina. Miðvikudagskvöldið síðasta rann stóra stundin upp; unga fólkið mætti með danskortin sín útfyllt og beið þess óþreyjufullt að stíga dansinn sem var sérstaklega æfður fyrir þetta skemmtilega tækifæri. MYNDATEXTI: ÆTLI hann hafi verið efstur á danskortinu hennar?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar