Hundasýning

Jón Svavarsson

Hundasýning

Kaupa Í körfu

Íslenski fjárhundurinn Freyja bar af öðrum hundum á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands, sem fram fór um helgina. Tæplega 270 hundar voru þar leiddir fyrir dómara og þegar upp var staðið heillaði Freyja þá mest og sigraði. Þetta er í fyrsta skipti sem Freyja, fædd árið 1998, kemur fram á hundasýningu. Eigandinn, Anna Dóra Markúsdóttir, sýndi tíkina og fórst það vel úr hendi en þær komu úr sveitinni og slógu í gegn, að sögn Emilíu Sigursteinsdóttur sýningarstjóra.Freyja hlaut á sýningunni sitt fyrsta íslenska meistarastig, fyrsta alþjóðlega meistarastigið kom einnig og hún var valin besti hundur sýningarinnar. Til þess að verða Íslandsmeistari þarf þrjú Íslandsmeistarastig og til að geta talist alþjóðlegur meistari þarf fjögur slík. Myndatexti: Tíkin Freyja var valin besti hundur alþjóðlegrar hundasýningar Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um helgina. Hér er Freyja ásamt eiganda sínum Önnu Dóru Markúsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar