TÖLVUVERÐLAUN

Jón Svavarsson

TÖLVUVERÐLAUN

Kaupa Í körfu

OPIN kerfi hf. og Friðrik Skúlason, stofnandi og eigandi samnefnds hugbúnaðarfyrirtækis, fengu Íslensku tölvuverðlaunin sem veitt voru í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í gær, Opin kerfi í flokki fyrirtækja en Friðrik í flokki einstaklinga. Að verðlaununum standa tímaritið Tölvuheimur, Íslenska álfélagið hf., Rafiðnaðarsambandið, Landssamband rafverktaka, Rafiðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskólinn. Ætlunin er sú að þessir aðilar muni árlega heiðra einstakling og fyrirtæki sem skara fram úr í íslenska tölvu- og upplýsingatæknisamfélaginu, og leggja ríkan skerf af mörkum til að efla þróun þess. Jafnframt verða tveimur einstaklingum til viðbótar og tveimur fyrirtækjum veittar sérstakar viðurkenningar. MYNDATEXTI: FRÁ afhendingu Íslensku tölvuverðlaunanna í gær. Fremri röð f.v.: Frosti Sigurjónsson forstjóri Nýherja, Frosti Bergsson forstjóri Opinna kerfa, Ólafur Daðason frá Hugviti. Aftari röð f.v.: Guðjón Már Guðjónsson frá Oz, Friðrik Skúlason og Ragnheiður Benediktsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Odds Benediktssonar. Ólafur Daðason frá Hugviti Aftari r f v : Guðjón Már Guðjónsson Oz, Friðrik Skúlason og Ragnheiður Benediktsson sem tók við verðlaununum fyrir hönd Odds Benediktssonar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar