TÖLVUVERÐLAUN
Kaupa Í körfu
OPIN kerfi hf. og Friðrik Skúlason, stofnandi og eigandi samnefnds hugbúnaðarfyrirtækis, fengu Íslensku tölvuverðlaunin sem veitt voru í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í gær, Opin kerfi í flokki fyrirtækja en Friðrik í flokki einstaklinga. Að verðlaununum standa tímaritið Tölvuheimur, Íslenska álfélagið hf., Rafiðnaðarsambandið, Landssamband rafverktaka, Rafiðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskólinn. Ætlunin er sú að þessir aðilar muni árlega heiðra einstakling og fyrirtæki sem skara fram úr í íslenska tölvu- og upplýsingatæknisamfélaginu, og leggja ríkan skerf af mörkum til að efla þróun þess. Jafnframt verða tveimur einstaklingum til viðbótar og tveimur fyrirtækjum veittar sérstakar viðurkenningar. MYNDATEXTI: FRÁ afhendingu Íslensku tölvuverðlaunanna í gær. Fremri röð f.v.: Frosti Sigurjónsson forstjóri Nýherja, Frosti Bergsson forstjóri Opinna kerfa, Ólafur Daðason frá Hugviti. Aftari röð f.v.: Guðjón Már Guðjónsson frá Oz, Friðrik Skúlason og Ragnheiður Benediktsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Odds Benediktssonar. Ólafur Daðason frá Hugviti Aftari r f v : Guðjón Már Guðjónsson Oz, Friðrik Skúlason og Ragnheiður Benediktsson sem tók við verðlaununum fyrir hönd Odds Benediktssonar
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir