Smirnoff - keppnin

Halldór Kolbeins

Smirnoff - keppnin

Kaupa Í körfu

Smirnoff fatahönnunarkeppnin fór fram á plani Þjóðskjalasafns Íslands á laugardagskvöldið. Þar sýndu 13 ungir fatahönnuðir sköpunarverk sín undir yfirskriftinni "sýndarnáttúra" og gaf meðal annars að líta blóm, hraun, mosa, þyngdaraflsleysi og kvenlíkama búin til úr alls kyns nýstárlegum efnum og nýttu hönnuðirnir sér margir hverjir tæknilegar aðferðir til verka sinna. Þessi flík vakti nokkra athygli á keppninni og voru margir sem þurftu að líta tvisvar til að átta sig á því hvað þarna var á ferðinni. Hugmyndin ber heitið "sjálfsímynd" og hönnuðurinn er Ásdís Elva Pétursdóttir og fyrirsæta Eiríkur Ingi Kristinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar