Ræðukeppni

Halldór Kolbeins

Ræðukeppni

Kaupa Í körfu

Mælskukeppni grunnskólanna lokið Á fimmtudagskvöldið skalf Ráðhús Reykjavíkur sem aldrei fyrr. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og las yfir viðstöddum af hörku. Trúmál voru ofarlega í huga ræðumanna og sýndist sitt hverjum. Ræðumennirnir voru reyndar ekki í borgarráði og létu sig gatnamál og kattafár litlu varða. Þar voru á ferð ræðulið Réttarholtsskóla og Rimaskóla í mælskukeppni grunnskóla. Í janúar hófst undirbúningur með því að nemendur úr 14 skólum í borginni hófu keppni sem var með útsláttarfyrirkomulagi. MYNDATEXTI: Atli Bollason, ræðumaður kvöldsins, tók við verðlaunum af borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar