Baldur Guðnason - Eimskip

Skapti Hallgrímsson

Baldur Guðnason - Eimskip

Kaupa Í körfu

Baldur Guðnason var nýbúinn að koma sér fyrir á Akureyri eftir langa fjarveru og farinn að byggja upp eigið fyrirtæki þegar hann flutti snögglega til Reykjavíkur aftur fyrir rúmlega viku. Hann sagði Skapta Hallgrímssyni að tækifæri eins og það að verða forstjóri Eimskipafélags Íslands byðist ekki á hverjum degi. Og að slíku boði væri einfaldlega ekki hægt að hafna. Baldur Guðnason lenti ungur í flutningabransanum á sínum tíma, óvænt, þegar hann ákvað að taka sér frí frá námi eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1986. Fékk þá starf hjá Samskipum í Reykjavík og var hjá fyrirtækinu í tæp 15 ár, þar af átta erlendis, í Rotterdam, Hamborg og Bremen. Eftir tæplega fjögurra ára einkarekstur á Akureyri er Baldur nú aftur "lentur í flutningabransanum" - er nýráðinn forstjóri Eimskipafélags Íslands. Baldur er aðeins 38 ára, Akureyringur í húð og hár. Hann sneri aftur heim í höfuðstað Norðurlands að utan fyrir fjórum árum og óhætt er að fullyrða að hann hafi ekki setið auðum höndum síðan. Það hefur gustað um hann. Baldur er keppnismaður; sýndi það í knattspyrnunni á árum áður, eins og faðir hans heitinn, Guðni Jónsson, sem var landsliðsmaður í greininni. Baldur á ekki landsleiki að baki í fótbolta, en hann er örugglega í hópi íslenskra landsliðsmanna í viðskiptum um þessar mundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar