Grímsárvirkjun

Gísli Sigurðsson

Grímsárvirkjun

Kaupa Í körfu

... Telja má að sjötti og sjöundi áratugur síðustu aldar hafi verið frekar magurt skeið í byggingarlist á Íslandi og sumir vilja láta áttunda tuginn fljóta þar með. Ástæðurnar eru margvíslegar; framan af er skammt liðið frá heimsstyrjöldinni og við tekur leiðinlegt hafta- og skömmtunartímabil. Starfandi arkitektar voru þá aðeins lítill hópur á móti því sem nú er, tækifærin færri og ljóst að sparnaður varð að vera í fyrirrúmi. Þetta er samt tímabilið sem Sigvaldi Thordarson arkitekt fékk til að ljúka sínu lífsverki og það gerði hann með glæsibrag. Ég minnist þess frá því ég hóf að skrifa um húsagerðarlist um 1960 að mikil virðing var borin fyrir Sigvalda og raðhús í Kópavogi voru beinlínis kennd við hann; þau hétu þá Sigvaldahús og nafnið var gæðastimpill. MYNDATEXTI:Inntaksmannvirki og stífla Grímsárvirkjunar sem Sigvaldi teiknaði 1955-58.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar