Jóhannes Gunnarsson - LSH

Jóhannes Gunnarsson - LSH

Kaupa Í körfu

Útgjöld LSH nær 100 milljónir króna umfram fjárheimildir LEGUDÖGUM á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi hefur fækkað um 6,8% fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Meðallegutími styttist úr 8,7 dögum í 8,1 dag. Komum á göngudeildir fjölgar um 7,0% en fækkar á dagdeildum um 1,9%. Umtalsverð fjölgun er á slysa- og bráðamóttökur spítalans, aðallega á Hringbraut, á bráðamóttöku barna, bráðamóttöku geðdeilda og almenna bráðamóttöku við Hringbraut. Aukningin er 5,3% frá síðasta ári. ....... Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH, segir að rekstur sjúkrahússins sé það gríðarlega umfangsmikill í krónum talið að þótt frávikið í gjöldum sé innan við 1%, sem þætti ekki mikið í mörgum fyrirtækjum, geri það engu að síður nær 100 milljónir króna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar