Arnór Sighvatsson

Jim Smart

Arnór Sighvatsson

Kaupa Í körfu

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að ráða Arnór Sighvatsson aðalhagfræðing bankans og framkvæmdastjóra hagfræðisviðs. Arnór hefur verið staðgengill aðalhagfræðings frá 1995 og deildarstjóri á hagfræðisviði bankans, en hann hóf störf í bankanum árið 1990. Um tveggja ára skeið var Arnór aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Þá starfaði hann um hríð við háskólakennslu í Bandaríkjunum og vann um skeið á Hagstofu Íslands. Arnór lauk doktorsprófi í hagfræði árið 1990 frá Northern Illinois University í Bandaríkjunum, en hafði áður lokið mastersprófi þaðan í sömu grein.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar