Sjóferð Fíflaskipsins

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sjóferð Fíflaskipsins

Kaupa Í körfu

Sigling | Svokallað fíflaskip lét í haf frá Ægisgarði seinni partinn í gær og sigldi út á sundin. Um borð voru aðstandendur Engils tímans, minningarbókar um Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum, en hann hefði orðið fimmtugur í gær hefði honum enst aldur. Hugmyndin að þessari óvenjulegu siglingu kom frá Matthíasi Viðari sjálfum. Fíflaskip er fyrirbæri á mörkum skáldskapar og veruleika, en sagnir herma að fyrr á öldum hafi sturluðu fólki verið safnað saman á fley af þessu tagi og það sent á haf út. Það mun hafa verið gamall draumur dósentsins að safna saman þeim sem þykjast hafa vitið á fíflaskip. Þessar nunnur tóku á móti skipverjum við landganginn í gær með harmónikuleik en eins og sjá má á myndinni voru "fíflin" ekki langt undan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar