Fundur um miðbæinn á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Fundur um miðbæinn á Akureyri

Kaupa Í körfu

Fleiri bílastæði í miðbæinn. Minni bílaumferð í miðbænum. Þetta voru á meðal hugmynda sem fram komu á samráðsfundi sem efnt var til vegna verkefnisins "Akureyri í öndvegi" en þar komu saman þeir sem hagsmuna eiga að gæta í miðbæ Akureyrar og ræddu málefni hans fram og til baka. Líkt og vænta mátti voru skoðanir skiptar. Fundurinn var haldinn til að undirbúa stórt íbúaþing sem haldið verður í Íþróttahöllinni 17. og 18. september nk., og var á honum leitað eftir hugmyndum manna og sýn þeirra á nýjan breyttan miðbæ MYNDATEXTI: "Sól og skjól í miðbæ" var eitt markmiðið sem einhver fundarmanna setti á blað á fundi um framtíðarskipun miðbæjarins á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar