Hitt húsið jafningjafræðslan

Þorkell Þorkelsson

Hitt húsið jafningjafræðslan

Kaupa Í körfu

Jafningjafræðslan stendur fyrir árlegri götuhátíð sinni á laugardaginn með margvíslegum uppákomum á Lækjartorgi. Unnur Gísladóttir, tvítugur tilvonandi mannfræðinemi við Háskóla Íslands, Dagur Snær Sævarsson, 17 ára MR-ingur, og Diljá Mist Einarsdóttir, 17 ára Verzlingur, eru á meðal þeirra sem starfa í Jafningjafræðslunni í sumar. "Unnur er reynsluboltinn," segja hin tvö, sem eru bæði að vinna sitt fyrsta sumar í Jafningjafræðslunni. "Ég er búin að vinna hérna síðan ég var 16 ára," segir Unnur, sem er einn af fjórum millistjórnendum í hópnum en ellefu til viðbótar starfa sem leiðbeinendur. Dagur og Diljá áttu bæði að fara í sína fyrstu fræðslu daginn eftir viðtalið og voru mjög spennt MYNDATEXTI:Unnur, Dagur og Diljá eru ánægðir starfsmenn Jafningjafræðslunnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar