Alfons Finnsson

Alfons Finnsson

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá Alfons Finnssyni, trillukarli í Ólafsvík, þegar fékk þrjá golþorska á færin nú í vikunni. Komu þeir allir upp á sama slóðanum í einu og ekki nein smákvikindi, sá stærsti var 160 cm og um 40 kg og hinir tveir aðeins minni. Alfons segir að vel hafi gengið að ná þessum inn fyrir borðstokkinn þrátt fyrir mikla þyngd. Hann rær á Nóa ÓF 19 og beitti síli fyrir þessi kykvendi og reyndist það greinilega gott agn. Á myndinni er Alfons að landa þeim stærsta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar