Þrastarhreiður

Hrefna Magnúsdóttir

Þrastarhreiður

Kaupa Í körfu

Hellissandur | Þrösturinn gerir sér oft hreiður á ólíklegustu stöðum. Fólkið á Háarifi 17 a í Rifi á Snæfellsnesi brá sér til Benidorm í eina viku. Þegar þau komu heim höfðu þrastarhjón gert sig þar heimakomin og búið sér til hreiður rétt við útidyrnar á íbúðarhúsi þeirra. Hreiðrið gerðu þrastarhjónin í bögglakörfuna á reiðhjóli húsfreyjunnar, Elísabetar Jensdóttur, og verptu þar í fimm eggjum. Þrestirnir láta það lítið trufla sig þótt fjölgað hafi kringum þá. Húsráðendum, sérstaklega heimasætunni, Birgittu Baldursdóttur, finnst þetta sérlega skemmtilegt og bíður hún spennt eftir því að ungar komi úr eggjunum. Til að forða því að einhver færi að nota hjólið var keðjan tekin af því og frúin verður að bíða haustsins til að fara í hjólreiðatúr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar