Fólkið í blokkinni

Fólkið í blokkinni

Kaupa Í körfu

"Litlir kassar og allir eins," söng Þokkabót á sínum tíma um húsin í bænum. Víst geta kassarnir virst hver öðrum líkir en hið sama verður ekki sagt um mennina sem í þeim búa og því er sambýlið í kössunum jafn misjafnt og fólkið er margt. Öll höfum við heyrt skrautlegar sögur úr slíku sambýli; um manninn sem daglega beraði sig úti á svölum, um framtakssama nágrannann sem klippti niður alla rósarunnana og um konuna sem sauð svo kæsta skötu á Þorláksmessu að skötuilmurinn var orðinn órjúfanlegur hluti af jólahaldi allra íbúanna í blokkinni. Þær eru víst ófáar sögurnar af nágrannaerjum og leiðindum á milli fólks sem fyrir kaldhæðni örlaganna býr nær hvert öðru en það óskaði sér. Því fer þó fjarri að þetta sé algilt um sambýli í fjölbýlishúsum. Í gömlu timburhúsi í miðborg Reykjavíkur búa níu manns í sex pínulitlum íbúðum. Fjórar þeirra deila inngangi og þar með stigagangi en á neðstu hæðinni eru íbúðirnar hvor með sinn inngang. Þrátt fyrir að hljóðbært sé í byggingunni og til þess að gera þröngt eru íbúarnir sammála um að andinn í húsinu sé einstaklega góður. Þeir féllust með einni undantekningu á að veita innsýn í blokkarlífið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar