Laxveiði

Kjartan Þorbjörnsson (Golli)

Laxveiði

Kaupa Í körfu

Þessa dagana er veiði að hefjast í síðustu laxveiðiánum, en það sem af er hefur laxveiðin víðast hvar verið góð - og í sumum ám framar vonum. Laxinn gengur af krafti. Þetta er tíminn sem stangveiðimenn hafa beðið eftir síðan í fyrrahaust; náttúran er í blóma og tökuglaður fiskur í vötnunum. Silungsveiðin hefur einnig verið lífleg. Sunnanlands er bleikjan vel haldin í vötnum og fyrir norðan tekur urriðinn í Laxá í Mývatnssveit betur en mörg undanfarin ár. Það eina sem veiðimenn hafa áhyggjur af þessa dagana - fyrir utan aðgerðarkvíða sumra - er hve sumarið er stutt og að veiðitímabilinu ljúki alltof fljótt. MYNDATEXTI: Flugnasvermur: Veiðimaður við Steinbogahyl í Galtalæk. Flugnanetið kom að góðum notum meðan sett var í urriðana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar