Guðni Ingimundarson

Guðni Ingimundarson

Kaupa Í körfu

Ljósmyndir úr 50 ára starfssögu Guðna Ingimundarsonar og Trukksins settar upp á Garðsskaga Garður | "Trukkurinn er í ágætis standi. Bremsurnar eru stirðar en vél og allt gangverk er í fínu lagi eins og spilið. Honum var ekið hingað," segir Guðni Ingimundarson á Garðsstöðum í Garði í samtali við Morgunblaðið. Liðin eru fimmtíu ár frá því Guðni keypti GMC-trukk og hóf að vinna með honum og af því tilefni var um helgina opnuð ljósmyndasýning í vitavarðarhúsinu á Garðsskaga frá langri starfsævi þeirra. Jafnframt var Guðni fenginn til að taka fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu Byggðasafnsins í Garði sem hýsir einstætt vélasafn hans. MYNDATEXTI: Híft í hálfa öld: Gamli GMC-trukkurinn þjónaði Guðna Ingimundarsyni og íbúum Suðurnesja vel og lengi. Hann stendur nú fyrir utan vitavarðarhúsið á Garðsskaga þar sem opnuð hefur verið ljósmyndasýning.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar