Vígsla Baðfélags

BFH

Vígsla Baðfélags

Kaupa Í körfu

Um 5.000 fermetra baðlón, auk gufubaða, tekið í notkun við hátíðlega athöfn í Mývatnssveit JARÐBÖÐIN í Mývatnssveit voru opnuð með pompi og prakt í gærdag. Um 15 manns munu starfa við böðin í sumar og verða þau opin almenningi frá og með deginum í dag, frá kl. 11 að morgni til tvö á nóttunni. Jarðböðin eru fjárfesting upp á um 100 milljónir króna. Viðeigandi þótti að Pétur Þórarinsson prófastur vígði böðin, en á 13. öld vígði Guðmundur biskup góði jarðböðin á ferð sinni um Mývatnssveit og því löng hefð fyrir jarð- og gufuböðum í sveitinni. MYNDATEXTI: Klippt var á 4 borða við vígsluna. Hér klippir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, á borða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar