Greenpeace

Ásdís Ásgeirsdóttir

Greenpeace

Kaupa Í körfu

Grænfriðungar ánægðir með umhverfisráðherra GRÆNFRIÐUNGAR hafa lýst yfir ánægju sinni með ræðu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á OSPAR-fundinum sem hófst í Reykjavík sl. mánudag. Í ræðu sinni sagði Siv m.a. loftmengun af mannavöldum vera áhyggjuefni og benti á mikilvægi samstarfs við umhverfisverndunarsamtök. Grænfriðungar boðuðu til blaðamannafundar á þriðjudag en skip þeirra, Esperanza, liggur nú við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa heimsótt Ísafjörð og Húsavík. Með skipinu ferðast umhverfisverndunarsinnar frá 17 löndum. Að sögn Frode Pleym, talsmanns samtakanna á Íslandi, hafa grænfriðungar breytt áherslum sínum með tímanum og vilja samtvinna baráttu gegn hafmengun, landmengun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á vistkerfið. MYNDATEXTI: Frode Pleym benti m.a. á að eitt stærsta baráttumál grænfriðunga sé heilbrigt vistkerfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar