Síldarsöltun

Skapti Hallgrímsson

Síldarsöltun

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ er ábyggilega alveg rétt að fólk var ekki að drekka í vinnunni á síldarárunum. Einhvern veginn hefur þessi brennivínsflaska samt komist inn í leikritið, líklega uppá grín. Þarna er bara verið að sýna gömlu handbrögðin en lífið er náttúrlega yfirdrifið eins og það er í sýningunni; "karlinn" til dæmis ekki alltaf yfir konunum á meðan þær voru að salta," sagði Ómar Hauksson á Siglufirði í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður að því hvers vegna "söltunardömurnar" væru látnar staupa sig í sýningunni sem sett er upp á planinu framan við Síldarminjasafnið í bænum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar