Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

HRÚTAFJARÐARÁ og Breiðdalsá voru opnaðar síðastar laxveiðiáa á fimmtudaginn. Tveir laxar veiddust í Hrútu á fyrstu vaktinni og urðu menn laxa varir á 4-5 veiðistöðum. Breiðdalsá var óveiðandi vegna vatnavaxta á opnunardaginn, en í gærmorgun fóru menn og kíktu á Neðri Beljanda, settu í fjóra laxa en misstu alla, þar af tvo boltafiska í löndun. Þröstur Elliðason, leigutaki beggja áa, sagðist bara ánægður með gang mála, "það er talsvert líf og þetta lofar góðu", sagði Þröstur. MYNDATEXTI:Fjögurra punda bleikja tekur flugið þegar hún finnur fyrir flugunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar