Þórhallur Helgi Sævarsson auglýsingaleikstjóri
Kaupa Í körfu
Þórhallur Helgi Sævarsson fæddist í Reykjavík árið 1979 og gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð eftir útskrift úr Tjarnarskóla. Þórhallur fékk ungur sýn á hvað hann vildi gera og er nú auglýsingaleikstjóri í fullu starfi hjá breska fyrirtækinu Stink Ltd sem hefur höfuðstöðvar í London en starfar á alþjóðlegum vettvangi (http://www.stink.tv) og fyrir Pegasus/Pan Arctica á Íslandi. "Ég var heppinn, datt inn sem hlaupari í auglýsingagerð 17 ára gamall hjá Saga Film og Pegasus," segir hann. "Ég fann að þetta átti vel við mig, þannig að ég vann mig fljótlega upp í starfi." Þórhallur fékk silfur- og áhorfendaverðlaunin á Nike-verðlaunahátíð ungra leikstjóra árið 2002, og hefur síðar gert auglýsingar fyrir Nike-fyrirtækið. En það var ekki heiglum hent að komast í þessa keppni, því átján hundruð sendu handrit í keppnina, og aðeins þrjú voru valin til framleiðslu. Formaður dómnefndar var Gurinder Chadha sem leikstýrði hinni þekktu kvikmynd Bend it Like Beckham. Á hátíðinni átti forstjóri Stink Ltd tal við Þórhall og varð hann í kjölfarið einn af leikstjórum fyrirtækisins, sem er eitt af tíu stærstu í auglýsingagerð í heiminum. Þar hefur Þórhallur, sem notar höfundarnafnið Thor, m.a. unnið auglýsingar í nýju herferðinni sem MacDonalds stendur fyrir: "I'm Lovin' it", og auglýsingar fyrir Fuji, Philips og UPC-breiðbandsfyrirtækið. Þórhallur var valinn einn hæfileikaríkasti nýi leikstjórinn á Cannes-auglýsingahátíðinni 2003. Það var ein þekktasta auglýsingastofa í heimi, Saatchi & Saatchi, sem stóð fyrir því vali (New Directors Showcase). Hann hefur einnig verið valinn einn af tíu bestu nýju auglýsingaleikstjórunum af heimsþekktum fagtímaritunum um auglýsingar. Þórhallur býr í Kaupmannahöfn með sambýliskonu sinni, Þorgerði Pálsdóttur, sem var að útskrifast sem vélaverkfræðingur frá HÍ
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir