Þórhallur Helgi Sævarsson auglýsingaleikstjóri

Þórhallur Helgi Sævarsson auglýsingaleikstjóri

Kaupa Í körfu

Þórhallur Helgi Sævarsson fæddist í Reykjavík árið 1979 og gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð eftir útskrift úr Tjarnarskóla. Þórhallur fékk ungur sýn á hvað hann vildi gera og er nú auglýsingaleikstjóri í fullu starfi hjá breska fyrirtækinu Stink Ltd sem hefur höfuðstöðvar í London en starfar á alþjóðlegum vettvangi (http://www.stink.tv) og fyrir Pegasus/Pan Arctica á Íslandi. "Ég var heppinn, datt inn sem hlaupari í auglýsingagerð 17 ára gamall hjá Saga Film og Pegasus," segir hann. "Ég fann að þetta átti vel við mig, þannig að ég vann mig fljótlega upp í starfi." Þórhallur fékk silfur- og áhorfendaverðlaunin á Nike-verðlaunahátíð ungra leikstjóra árið 2002, og hefur síðar gert auglýsingar fyrir Nike-fyrirtækið. En það var ekki heiglum hent að komast í þessa keppni, því átján hundruð sendu handrit í keppnina, og aðeins þrjú voru valin til framleiðslu. Formaður dómnefndar var Gurinder Chadha sem leikstýrði hinni þekktu kvikmynd Bend it Like Beckham. Á hátíðinni átti forstjóri Stink Ltd tal við Þórhall og varð hann í kjölfarið einn af leikstjórum fyrirtækisins, sem er eitt af tíu stærstu í auglýsingagerð í heiminum. Þar hefur Þórhallur, sem notar höfundarnafnið Thor, m.a. unnið auglýsingar í nýju herferðinni sem MacDonalds stendur fyrir: "I'm Lovin' it", og auglýsingar fyrir Fuji, Philips og UPC-breiðbandsfyrirtækið. Þórhallur var valinn einn hæfileikaríkasti nýi leikstjórinn á Cannes-auglýsingahátíðinni 2003. Það var ein þekktasta auglýsingastofa í heimi, Saatchi & Saatchi, sem stóð fyrir því vali (New Directors Showcase). Hann hefur einnig verið valinn einn af tíu bestu nýju auglýsingaleikstjórunum af heimsþekktum fagtímaritunum um auglýsingar. Þórhallur býr í Kaupmannahöfn með sambýliskonu sinni, Þorgerði Pálsdóttur, sem var að útskrifast sem vélaverkfræðingur frá HÍ

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar