Alexandra Bülcher, þýðandi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alexandra Bülcher, þýðandi

Kaupa Í körfu

Alexandra Bülcher segir mikilvægt fyrir smáþjóð eins og Ísland að marka sér skýra stefnu í útrás eigin bókmennta á erlenda markaði. Á fundi hennar með menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, ræddi Bülcher um gildi þess að setja á stofn upplýsingamiðstöð bókmennta hér á landi í líkingu við það sem annars staðar gerist, miðstöð sem styrkti til dæmis bæði þýðingar á önnur tungumál og þýðendurna sjálfa og væri stuðningur og upplýsingaveita fyrir þessa mikilvægu stétt. LAF vinnur nú að umfangsmikilli könnun á starfsemi bókmenntamiðstöðva í Evrópu og er gert ráð fyrir að niðurstöður hennar liggi fyrir í haust. MYNDATEXTI: Alexandra Bülcher, þýðandi og forstöðumaður Literature across frontiers.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar