Borað eftir heitu vatni á Hellisheiði
Kaupa Í körfu
Lokið við eina af tíu borholum og fjórði borinn væntanlegur til landsins í mánuðinum FRAMKVÆMDIR við borun jarðhitahola á Hellisheiði eru í fullum gangi um þessar mundir en samkvæmt samningi Orkuveitu Reykjavíkur við Jarðboranir hf. er áformað að bora tíu holur í sumar og næsta sumar vegna fyrirhugaðrar Hellisheiðarvirkjunar sem stefnt er að að verði tilbúin í október 2006. Að sögn Eiríks Bragasonar, staðarverkfræðings hjá Orkuveitu Reykjavíkur, er lokið við að bora eina af tíu háhitaholum og er verktaki kominn vel áleiðis með þá næstu. Þá sé undirbúningur að þriðju holunni hafinn og í undirbúningi að bora rennslisholu við vegamótin inn í Þrengslin. Þrír borar eru á svæðinu og er von á þeim fjórða til landsins frá Ítalíu í þessum mánuði og verður byrjað að bora með honum í byrjun næsta mánaðar. Hann verður af svipaðri stærð og Jötunn, stærsti bor landsins, sem nú er í notkun við Hellisheiðarvirkjun. MYNDATEXTI: Starfsmenn á vegum Jarðborana hf. og Orkuveitu Reykjavíkur við störf. Starfsmaðurinn vinstra megin fylgist með öllum aðgerðum borsins í stjórnstöðinni og gefur félaga sínum ábendingar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir