Davið Gíslason og Neil Bardal

Davið Gíslason og Neil Bardal

Kaupa Í körfu

Vestur-Íslendingarnir Davíð Gíslason, formaður Millennium 125 nefndarinnar, og Neil Bardal, aðalræðismaður Íslands í Kanada, voru staddir hér í byrjun desember til að undirbúa hátíðahöldin í Kanada árið 2000. Í samtali við Oddnýju Sv. Björgvins varpa þeir Davíð og Neil ljósi á mikilvægi þess fyrir Íslendinga að minnast landafunda og landnáms vestanhafs á aldamótaári. MARGIR segja að allt eigi að gerast árið 2000. Aldamótin eru vissulega merk tímamót, og mikilvægt að minna á sögu sína meðan heimurinn lítur tilbaka yfir liðna öld. Aldamótaárinu má líkja við gamlárskvöld og nýársdag, þegar litið er aftur og fram í tímann. Það var einstakt í íslenskri sögu þegar Íslendingar leituðu út fyrir landsteinana að nýjum heimkynnum. Fundur Ameríku árið 1000 tengist bæði kristniboði og útþrá víkingsins. Nú geta ferðamenn skoðað Leifsbúðir á Nýfundnalandi, byggð Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur. Árið 2000 mun víkingaskipið, Íslendingurinn, sigla frá Íslandi og þræða hina fornu siglingaleið að nyrsta skaga Nýfundnalands til L'Anse aux Meadows. ( skyggna úr safni fyrst birt 19990301 Mappa Ýmislegt 7 síða 26 röð 3a ) Davíð Gíslason formaður Millennium 125 nefndarinnar og Neil Bardal, aðalræðismaður Íslands í Kanada eru staddir hér á landi til að undirbúa hátíðarhöldin í Vesturheimi árið 2000 , myndin er tekin á Ingólfstorgi. mynd 3a

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar