Stærðfræðingar

Jim Smart

Stærðfræðingar

Kaupa Í körfu

Taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði Reykvískir framhaldsskólanemar virðast standa framarlega í stærðfræðikunnáttu því fimm nemar frá Menntaskólanum í Reykjavík og einn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð halda til Aþenu á morgun til að taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði en keppnin hefst formlega á mánudag. Þau segjast full tilhlökkunar enda hafi ekkert þeirra komið til Grikklands áður. "Maður verður að kaupa búning," segir einn og á við búning gríska landsliðsins í knattspyrnu. Þau benda á að keppnin tengist ekkert Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Aþenu í ágúst, þetta sé hrein tilviljun enda keppt á hverju ári. MYNDATEXTI: Þau taka þátt í stærðfræðikeppninni í Grikklandi. Fyrir aftan eru Örn Stefánsson og Sigþór Bessi Bjarnason. Fremst eru Salvör Egilsdóttir, Jón Emil Guðmundsson, Höskuldur Pétur Halldórsson og Örn Arnaldsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar