Álver Alcoa í Reyðarfirði

Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

Álver Alcoa í Reyðarfirði

Kaupa Í körfu

Ríkið þarf að standa sig í uppbyggingu, segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar FYRSTU skóflustungur að Fjarðaáli, álveri Alcoa, voru teknar í gær á jörðinni Hrauni við Reyðarfjörð í blíðskaparveðri að viðstöddum boðsgestum. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar á staðnum og var gestum ekið í rútum frá Reyðarfirði. Friðsöm mótmæli voru við afleggjarann að álverslóðinni, sem skipulögð voru af Náttúruvaktinni, baráttuhópi fyrir náttúruvernd og virkara lýðræði. MYNDATEXTI: Álskóflum beitt í ReyðarfirðiSKÓFLUSTUNGUR teknar að nýju álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði: Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Bernt Reitan, forstjóri frumframleiðslu hjá Alcoa, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Andy Greig, yfirmaður hjá Bechtel. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, fylgist með álengdar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar