Sumarloðna

Líney Sigurðardóttir

Sumarloðna

Kaupa Í körfu

"VIÐ duttum í lukkupottinn, fylltum skipið í fjórum köstum. Það var samt ekki mikið að sjá á svæðinu og önnur skip fengu minna," sagði Jón Axelsson, skipstjóri á loðnuskipinu Júpiter ÞH, en skipið landaði fullfermi, um 1.300 tonnum, í heimahöfn á Þórshöfn í gær, fyrstu loðnu sumarvertíðarinnar. Aflinn fékkst djúpt norður af Húnaflóa og þó að þar hafi ekki orðið vart við mikið af loðnu sagðist Jón nokkuð bjartsýnn á framhaldið. MYNDATEXTI: Boðið var upp á tertur í tilefni dagsins en á þær var letrað: "Júpiter - fyrsta loðnan." Jón Axelsson skipstjóri og Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, með terturnar góðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar