OR og Stofnfiskur hf.

Jim Smart

OR og Stofnfiskur hf.

Kaupa Í körfu

Talsmenn OR segja risarækjueldi geta orðið aðrbæra nýjung í atvinnulífinu ORKUVEITA Reykjavíkur hefur undanfarið ár og í samvinnu við Stofnfisk hf. ræktað risarækjur í eldiskörum í Höfnum í Reykjanesbæ. Rækjurnar voru fluttar inn frá Nýja-Sjálandi og hafa um 6-8 þúsund "íslenskar" rækjur komið undan nýsjálensku klakdýrunum á því ári sem liðið er frá því þær námu land á Íslandi. Áformað er að flytja þær til nýrra heimkynna, austur á Bakka í Ölfusi, í lok ágúst eða byrjun september, þar sem þær verða í sérgerðum tjörnum. MYNDATEXTI: Jónas Jónasson, þróunarstjóri á rannsóknardeild Stofnfisks, með eina af nýsjálensku "móðurrækjunum" sem fluttar voru til landsins í fyrra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar