Götuskilti

Skapti Hallgrímsson

Götuskilti

Kaupa Í körfu

Skiltum stolið í bænum fyrir hundruð þúsunda á hverju ári SKILTUM af ýmsum stærðum og gerðum er stolið í stórum stíl á hverju ári á Akureyri. Svo rammt kveður nú að, að nokkur fyrirtæki og stofnanir sem nota slík skilti taka sig saman og auglýsa í Dagskránni, sjónvarpsdagskrá sem dreift er í öll hús í bænum vikulega, og hvetja fólk til þess að koma ábendingum til lögreglu eða auglýsendanna sjálfra ef þeir vita af umferðarmerkjum þar sem þeir telja þau eigi ekki að vera. Þeir sem auglýsa eru Síminn, Norðurorka, Vegagerðin, Akureyrarbær, GV Gröfur og G. Hjálmarsson, en tvö síðastnefndu fyrirtækin eru verktakar. MYNDATEXTI: Hvorug gatan hefur verið lögð niður, en skiltin á gatnamótum Stóragerðis og Dalsgerðis "liggja niðri" um þessar mundir vegna framkvæmda þar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar