Listasafn Árnesinga.

Þorkell Þorkelsson

Listasafn Árnesinga.

Kaupa Í körfu

LISTASAFN Árnesinga í Hveragerði er að fara af stað með listverkefnið SÝSLA. Markmið verkefnisins er að sjá hvað Íslendingar eru að sýsla, almennt, í öllum sýslum landsins. Verkefnið er öllum opið. Eini ramminn sem safnið setur sér er að hámarksstærð innsendra verka fari ekki yfir 30x30x30 cm. Í október á þessu ári verður sett upp sýning í safninu á innsendum verkum eftir lærða og leika. Allar hugmyndir eru velkomnar, skyssur, textar, tónar, ljósmyndir, myndlist, trélist, leirlist og textíllist svo eitthvað sé nefnt. Verk þurfa að hafa borist safninu í síðasta lagi 24. september. MYNDATEXTI: Listasafn Árnesinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar