Fljótá í Fljótum í Skagafirði

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fljótá í Fljótum í Skagafirði

Kaupa Í körfu

"HÉR er bara veisla, það var að fara holl með 54 laxa og þá var áin komin í 170 laxa, en sama dag í fyrra höfðu aðeins 65 komið á land. Það eru miklar göngur núna og nánast allur laxinn er fallegur smálax með halalús," sagði Ragnar Gunnlaugsson á Bakka í samtali við Morgunblaðið í gær. Víðar í Húnavatnssýslunum eru líflegri göngur heldur en hin seinni ár. Mok hefur verið í Blöndu, þar var m.a. fjögurra stanga holl með um 100 laxa. Mikill lax er og að ganga í Miðfjarðará, en vatn fer minnkandi í öllum ánum. MYNDATEXTI: Falleg mynd frá Fljótaá í Fljótum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar