Kláfur yfir Jökulsá Eystri
Kaupa Í körfu
Fyrir löngu voru kláfferjur mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi okkar Íslendinga. Það er nú löngu liðin tíð og kláfar í þokkalegu notkunarstandi afar fáséðir. Skammt frá eyðibýlinu Skatastöðum í Austurdal í Skagafirði er þó ágætur kláfur yfir austari Jökulsá. Það fengu þessir ferðamenn sem komu frá Ábæ að reyna nýlega. Ágætlega gekk að ferja nær 30 manna hóp yfir ána. Í kláfinn komast fjórir í hverri ferð og hjálpast þeir að með spilmönnum í landi við að draga kláfinn yfir ána. Þar sem kláfurinn er eru stórbrotin gljúfur árinnar rétt um það bil að byrja. Að Skatastöðum liggur bílvegur þannig að segja má að þar hefjist nútíminn aftur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir