Landsmót UMFÍ 2004

Landsmót UMFÍ 2004

Kaupa Í körfu

Jón Arnar Magnússon keppti í sex greinum á mótinu. "Uppskeran er ágæt, fimm gull og eitt silfur," sagði Jón Arnar að lokinni keppni, en hann hugðist keppa í sjö greinum, en fannst komið nóg eftir sex. "Maður verður að leyfa strákunum að spreyta sig! Ég var orðinn þreyttur og ákvað að keppa ekki í 1.000 metra boðhlaupinu," sagði Jón Arnar, sem hefði að líkindum fengið eitt gull til viðbótar þar því sveitir UMSS urðu í tveimur fyrstu sætunum. MYNDATEXTI: Tvöfaldur sigur hjá UMSK í 200 m hlaupi, Jón Arnar Magnússon kom fyrstur í mark en Halldór Lárusson, lengst til vinstri, varð annar. Bjarni Þór Traustason (489) úr ÍBH kom þriðji í mark.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar