FH - KA 2:2

Þorvaldur Örn Kristmundsson

FH - KA 2:2

Kaupa Í körfu

FH og KA skiptu stigunum bróðurlega á milli sín í Hafnarfirði í gærkvöld þegar síðasti leikur 9. umferðar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu fór fram. Leikurinn endaði 2:2 og verða þau úrslit að teljast nokkuð sanngjörn. KA var betri aðilinn lengst af í fyrri hálfleik en FH-ingar náðu sér á strik síðustu tíu mínútur hálfleiksins og komust, 2:1, yfir. Í síðari hálfleik var það glæsimark Pálma Rafns Pálmasonar sem stóð upp úr og það skilaði gestunum einu stigi. MYNDATEXTI: Allan Borgvardt, leikmaður FH, og Steinn Viðar Gunnarsson, leikmaður KA, berjast um boltann á Kaplakrikavelli í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar