Vélasalan

Ragnar Axelsson

Vélasalan

Kaupa Í körfu

VÉLASALAN afhenti nýlega Granda hf. fjóra harðbotna svokallaða MOB-báta frá Narwhal til notkunar um borð í Helgu Maríu AK, Höfrung AK, Venus RE og Þerney RE. Bátarnir eru allir búnir 40 hestafla utanborðsmótor frá Mercury. Bátarnir sem eru 4,8 metra langir eru framleiddir af Narwhal á Spáni en frá þeim hafa verið afgreiddir 65 MOB-bátar um borð í íslensk skip á sl. 5 árum, flestir með Mercury utanborðsmótorum. Vélasalan hefur verið stórtæk í sölu á bátum sl. ár en auk MOB báta selja þeir slöngubáta af öllum gerðum bæði fyrir björgunarsveitir og einstaklinga, sem og skemmtibáta úr plasti og áli, allt frá 3 til 15 metra langa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar